Evrópumótaröð karla: Engin breyting á efstu sætum stigalistans

Á meðan flestir af bestu kylfingum heims léku á Players meistaramótinu á PGA mótaröðinni fór fram mót á Evrópumótaröð karla um helgina, Rocco Forte Open.

Svíinn Joakim Lagergren fór með sigur af hólmi í mótinu og er nú kominn upp í 28. sæti stigalistans með 395.843 stig.

Þess utan urðu litlar breytingar á stigalistanum í heild sinni. Patrick Reed er sem fyrr í efsta sætinu eftir sigurinn á Masters mótinu og Shubhankar Sharma fylgir fast á hæla hans.

Staða efstu manna á stigalistanum:

1. Patrick Reed, 2.216.000 stig
2. Shubhankar Sharma, 1.079.899 stig
3. Tommy Fleetwood, 1.023.671 stig
4. Kiradech Aphibarnrat, 1.008.760 stig
5. Jon Rahm, 978.174 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á listanum í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is