Evrópumótaröð karla: Chesters efstur | Birgir jafn í 58. sæti

Fyrsti dagur Valderrama Masters mótsins fór fram í dag við erfiðar aðstæður á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröð karla og Sergio Garcia er gestgjafi þess.

Englendingurinn Ashley Chesters fór best af stað í mótinu og er í efsta sæti á 5 höggum undir pari. Hann er höggi á undan Gregory Bourdy frá Frakklandi sem er annar. 

Ekki náðu allir kylfingar að klára fyrsta hringinn í dag en fresta þurfti leik um miðbik dagsins vegna veðurs þar sem hætta var á þrumum og eldingum.

Birgir Leifur Hafþórsson náði einungis að klára 4 holur í mótinu og er á höggi yfir pari. Hann er jafn í 58. sæti af 126 kylfingum. Stefnt er að því að klára fyrsta hringinn snemma á föstudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Ashley Chesters lék vel í dag.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is