Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Rocco Forte Open mótinu sem fram fer á Ítalíu á Evrópumótaröð karla. 

Birgir Leifur náði sér ekki á strik á öðrum hring mótsins en hann hafði verið um miðjan hóp keppenda að fyrsta hring loknum. Í dag fékk hann þó fleiri fugla en daginn áður en fékk tvo þrefalda skolla og tvo tvöfalda skolla sem urðu honum að falli.

Birgir lék samtals á 6 höggum yfir pari og er því úr leik en niðurskurðurinn mun að öllum líkindum miðast við þá kylfinga sem eru á höggi yfir pari að tveimur hringjum loknum. Þegar fréttin er skrifuð er Birgir jafn í 123. sæti og fór hann niður um 69 sæti milli hringja.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is