Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf í morgun leik á Belgian Knockout, móti helgarinnar á Evrópumótaröð karla.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á tveimur högggum yfir pari og er jafn í 37. sæti þegar fréttin er skrifuð. Spilamennska Birgis var nokkuð stöðug en hann fékk einungis einn fugl og þrjá skolla og var aldrei í teljandi vandræðum.


Skorkort Birgis á fyrsta hringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu sem lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi, þar sem leikinn er höggleikur, komast 64 kylfingar áfram. Í 64-, 32- og 16- manna úrslitum eru svo leiknar 9 holur og komast þeir kylfingar áfram sem leika á lægsta skorinu hverju sinni.

Á sunnudeginum fara svo 8-manna úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fram og verða þá aftur 9 holur leiknar hverju sinni. Fari svo að leikirnir endi jafnir að níu holum loknum verður farið í bráðabana.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is