Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur komst inn á Opna spænska mótið

Birgir Leifur Hafþórsson komst inn á Opna spænska meistaramótið sem hófst í morgun í Madríd á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni sem er sterkasta mótaröð atvinnukylfinga í Evrópu.

Birgir Leifur var fyrsti maður á biðlista fyrir mótið. Hann fór því til Spánar án þess að vera með öruggt sæti í mótinu. Samkvæmt Golfsambandi Íslands var Birgir mættur áður en fyrstu keppendur dagsins fóru af stað og beið hann eftir því að einhver myndi forfallast. Það varð raunin og fer Birgir Leifur af stað kl. 12:25 að íslenskum tíma.

Þetta er fyrsta mót Birgis á Evrópumótaröðinni á þessu ári og hans þriðja á tímabilinu. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is