Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur +4 á fyrsta hring

Birgir Leifur Hafþórsson kláraði í morgun fyrsta hringinn á Valderrama Masters mótinu sem fer fram á einum sögufrægasta velli heims, Valderrama, á Evrópumótaröðinni.

Birgir lék hringinn á 4 höggum yfir pari við krefjandi aðstæður en fresta þurfti leik í gær vegna hættu á þrumum og eldingum. Hann náði að klára 4 holur á fimmtudaginn og spilaði svo 14 holur í morgun.


Skorkort Birgis.

Þessa stundina er Birgir jafn í 94. sæti í mótinu af 126 keppendum. Efsti kylfingur mótsins, Ashley Chesters, er á 5 höggum undir pari þannig það er ekki langt í efstu menn.

Annar hringur mótsins er nú þegar farinn af stað. Búast má við því að Birgir nái þó ekki að klára hringinn fyrr en á laugardaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is