Evrópumótaröð karla: Aphibarnrat valinn kylfingur mars mánaðar

Kiradech Aphibarnrat var í gær valinn kylfingur mars mánaðar á Evrópumótaröð karla. Aphibarnrat hafði betur í kosningu gegn Alex Noren, Matt Wallace og George Coetzee.

Aphibarnrat hlaut alls 36% atkvæða sem var þremur prósentum meira en Alex Noren. Taílendingurinn var frábær í mars mánuði og voru hápunktarnir þegar hann endaði í 5. sæti á heimsmótinu í Mexíkó og komst í 8-manna úrslit á heimsmótinu í holukeppni.

Wallace endaði í þriðja sæti með 18% atkvæða og Coetzee rak lestina með 13%.  

Ísak Jasonarson
isak@vf.is