Evrópumótaröð karla: Aphibarnrat kominn upp í 10. sæti stigalistans

Taílendingurinn Kiradech Aphibarnrat er kominn í 10. sæti stigalistans á Evrópumótaröðinni eftir sigur helgarinnar á ISPS Handa mótinu sem fram fór í Ástralíu. Aphibarnrat hafði betur gegn James Nitties í úrslitaleiknum á mótinu en leikið var með holukeppnis fyrirkomulagi á lokadeginum.

Shubhankar Sharma er sem fyrr í efsta sæti stigalistans en hann er eini kylfingurinn sem sigrað hefur á tveimur mótum á tímabilinu. Sharma er með ágæta forystu á Tommy Fleetwood sem er annar.

Litlar breytingar urðu á 10 efstu sætunum á stigalistanum en fáir af bestu kylfingum mótaraðarinnar voru með í Ástralíu. 

Staða efstu manna á stigalistanum:

1. Shubhankar Sharma, 748.074 evrur
2. Tommy Fleetwood, 628.754 evrur
3. Haotong Li, 523.650 evrur
4. Rory McIlroy, 502.230 evrur
5. Chris Paisley, 457.525 evrur

Hér er hægt að sjá stigalistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is