Evrópumótaröð karla: Aphibarnrat fagnaði sigri á Super 6 mótinu

Fjórði sigur Kiradech Aphibarnrat á Evrópumótaröðinni kom í dag eftir glæsilega spilamennsku á ISPS Handa World Super 6 mótinu sem fram fór í Ástralíu. Aphibarnrat hafði betur gegn heimamanninum James Nitties í úrslitaleiknum.

Eftir 54 holu höggleik fyrstu þrjá dagana stóðu 24 efstu kylfingarnir eftir. Aphibarnrat var einn þeirra sem þurfti að fara í umspil til þess að komast í þann hóp og tókst það eftir fjögurra holu einvígi gegn Anthony Quayle.

Á lokadeginum lék Aphibarnrat svo frábært golf og sló Ben Eccles, Yusaku Miyazato, Crocker og Lucas Herbert úr leik áður en hann mætti Nitties í úrslitaleiknum. Hann hafði svo betur gegn Nitties 2/1 og sigurinn í höfn.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is