Evrópumótaröð karla: Dunne fer með eins höggs forystu inn í lokahringinn

Írinn Paul Dunne er sem fyrr í forystu á Opna spænska meistaramótinu í golfi. Eftir þrjá hringi er Dunne með eins höggs forystu á heimamanninn Nacho Elvira og er líklegur til að bæta við sig sínum öðrum titli á mótaröðinni á sunnudaginn.

Dunne hefur leitt eftir alla þrjá hringi mótsins en hann er á 17 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Dunne, sem sigraði á British Masters mótinu í fyrra, þykir sigurstranglegastur á lokahringnum en stór nöfn eru ekki langt undan.

Líkt og áður hefur komið fram er Spánverjinn Nacho Elvira í öðru sæti á 16 höggum undir pari. Samlandi hans, Jon Rahm, er jafn Henric Sturehed í þriðja sæti á 15 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is