Evrópumót landsliða: Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Slóvakíu

Íslenska stúlknalandsliðið lék í gær fyrsta leik af tveimur í C-riðli Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíðþjóð. Stelpurnar náðu sér ekki á strik og töpuðu leiknum 4-1 en þær léku á móti Slóvakíu.

Það var Amanda Guðrún Bjarnadóttir sem vann eina stig Íslands en hún hafði betur á móti Michaela Vavrova 2/1.

Öll úrslit leiksins voru eftirfarandi:

Jóhanna Lea og Heiðrún Anna töpuðu 4/2 á móti TanaCicova og Linda Ilavska
Kinga Korpka tapaði 6/5 á móti Ema Dobiasova
Amanda Guðrún vann 2/1 á móti Michaela
Andrea Ýr tapaði 6/5 á móti Katarína Drocarova
Hulda Clara tapaði 2/1 á móti Viktória Krnacova

Íslensku stelpurnar leika á móti belgíska liðinu í dag og hófu þær leik snemma í morgun. Fylgjast má með gangi mála hérna.