Evrópumót landsliða: Stelpurnar bættu sig um 28 högg

Stelpurnar í íslenska landsliðinu bættu sig um heil 28 högg á milli hringja á Evrópumóti landsliða. Mótið fer fram í Svíþjóð og eru það þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Kinga Korpak sem skipa lið Íslands.

Það var Hulda Clara sem lék best íslensku stelpnanna en hún kom í hús á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Íslenska liðið endaði hringina tvo á samtals 92 höggum yfir pari í 19. sæti. Skor liðsins má sjá hér:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, 85 högg (+13)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, 80 högg (+8)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, 78 högg (+6)
Hulda Clara Gestsdóttir, 74 högg (+2)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 84 högg (+12)
Kinga Korpak, 76 högg (+4)

Í dag leika stelpurnar fyrsta leik af tveimur en þær enduðu í C-riðli ásamt Belgíu og Slóvakíu. Fylgjast má með gangi mála í leik Íslands og Slóvakíu hérna.