Evrópumót landsliða: Jafntefli í fyrsta leik hjá konunum

Kvennalandslið Íslands gerði jafntefli á móti Tyrklandi 2,5-2,5 í fyrsta leik C-riðils á Evrópumóti landsliða. Mótið fer fram í Austurríki og er leikið á Murhof vellinum. 

Það voru þær Andrea Bergsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttir sem unnu sína leiki. Það var svo Saga Traustadóttir sem náði hálfu stigi og skildu því liðin jöfn.

Úrslit leiksins voru eftirfarandi:

Anna Sólveig og Berglind töpuðu 2/0 á móti Tugce Erden og Serra Eurengil
Saga Traustadóttir og Petek Peker skildu jafnar
Andrea vann 3/1 á móti Selin Timur
Helga Kristín vann 2/1 á móti Damla Bilgic
Ragnhildur tapaði 5/3 á móti Sena Ersoy

Síðasti leikur íslenska liðsins er á morgun en þar mæta þær liði Slóveníu. Í dag mætast lið Slóveníu og Tyrklands.