Evrópumót landsliða: Íslensku stelpurnar í 19. sæti eftir fyrsta hring

Íslenska stúlknalandsliðið hóf í gær leik á Evrópumóti landsliða. Það eru þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Kinga Korpak sem skipa lið Íslands. Mótið fer fram í Svíðþjóð og er leikið á Forsgardens vellinum.

Fyrsti hringurinn reyndist íslensku stúlkunum fremur erfiður en engin náði að leika undir 80 höggum. Það var Hulda Clara sem lék best en hún kom í hús á 82 höggum eða 10 höggum yfir pari. Amanda Guðrún kom í hús á 83 höggum, Andrea Ýr á 84 höggum, Jóhanna Lea á 85 höggum, Heiðrún Anna á 86 höggum og að lokum lék Kinga á 87 höggum.

Íslenska liðið er eftir daginn í 19. sæti á samtals 60 höggum yfir pari. Síðari höggleikshringurinn verður leikinn í dag og ræðst þá í hvaða riðli íslenska liðið verður.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.