Evrópumót landsliða: Erfiður dagur hjá konunum

Íslenska kvennalandsliðið hóf í gær leik á Evrópumóti landsliða. Að þessu sinni fer mótið hjá konunum fram í Austurríki og er leikið á Murhof vellinum. Fyrsti dagur mótsins reyndist þeim fremur erfiður en liðið skipa þær Andrea Bergsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Berglind Björnsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir. 

Af íslensku stelpunum var það Andrea sem lék best. Hún kom í hús á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Á eftir komu Ragnhildur á 75 höggum, Saga á 78 höggum, Anna Sólveig á 79 höggum, Berglind á 80 höggum og Helga Kristín á 81 höggi.

Eftir daginn er íslenska liðið í 19. sæti á samtals 26 höggum yfir pari. Síðari höggleiks hringurinn fer fram í dag og ræðst þá í hvaða riðli íslenska liðið verður og tekur svo holukeppni við næstu þrjá daga.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.