Evrópa stigi á eftir Asíu fyrir lokadaginn

Úrvalslið Asíu er með eins stigs forskot fyrir lokahringinn í EurAsia bikarnum sem fer fram í Malasíu. Í morgun fór önnur umferð mótsins fram og skildu liðin jöfn.

Sitgameistarinn Tommy Fleetwood og Henrik Stenson höfðu betur í sínum leik 3/2 gegn þeim Anirban Lahiri og S.S.P. Chawrasia. 

Evrópumennirnir Paul Casey og Tyrrell Hatton unnu einnig leik sinn gegn Byeong Hun An og Kiradech Aphibarnrat og sömuleiðis Thomas Pieters og Matt Fitzpatrick var þá staðan orðin 5,5-3,5 fyrir því evrópska.

Lið Asíu hafði hins vegar betur í síðustu þremur leikjunum og því jafntefli á öðrum degi niðurstaðan.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.


Svona verður uppstilling Evrópu í lokaumferðinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is