Angela Stanford fagnaði sigri eftir miklar sviptingar á Evian Championship

Fimmta og síðasta risamóts ársins, Evian Championship, var rétt í þessu að klárast og var það hin bandaríska Angela Stanford sem fagnaði sigri eftir miklar sviptingar á lokaholunum.

Fyrir daginn var Amy Olson í forystu á 14 höggum undir pari. Hún var í forystu meira og minna í allan dag eða allt þar til á lokaholunni. Þá var Stanford komin í hús á samtals 12 höggum undir pari á meðan Olson var á 13 höggum undir pari.

Á lokaholunni sló Olson upphafshöggið sitt til vinstri í þykkan kraga. Þaðan ætlaði hún að leggja upp en tókst ekki betur en svo að hún endaði aftur í karganum. Þriðja höggið fór inn á flöt og átti hún þá möguleika á að sigra en það fór ekki betur en svo að hún þrípúttaði og fagnaði því Stanford sigri.

Stanfrod hefur ekki unnið mót í yfir sex ár en sigurinn var sjá sjötti á LPGA mótaröðinni og fyrsti risatitillinn.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.