Eru meiri líkur á fara holu í höggi á Islantilla?

„Ef þú hefur ekki farið holu í höggi þá held ég að það séu mun meiri líkur á því að þú gerir það á Islantilla en annars staðar. Tölurnar tala sínu máli,“ segir Sigurður Hafsteinsson, fararstjóri VITAgolf en fimm kylfingar hafa farið holu í höggi í haust og þrjátíu og tveir frá upphafi heimsókna VITAgolf til þessa vinsælasta golfáfangastaðar Íslendinga í gegnum árin.

Regína Ólafsdóttir, Arngrímur Benjamínsson, Margrét Karlsdóttir, Víðir Bragason og Sigurjón Harðarson náðu draumahögginu í haust.

„Það hlýtur að vera auðvelt að ná draumahögginu á Islantilla því Siggi Péturs vinur minn fór holu í höggi á 8 braut. Vorferðirnar eru komnar í sölu ef það eru einhverjir sem eiga eftir að fara holu í höggi,“ sagði Siggi Hafsteins léttur í stuttu spjalli við kylfing.is.

Fjórir kylfinganna sem náðu draumahögginu á Islantilla í haust.