Erfiður dagur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti slæman dag á öðrum hring Keb Hana Bank meistarmótsins, sem fram fer í Suður-Kóreu. Ólafía lék annan hringinn á 78 höggum og er eftir daginn í 77. sæti.

Ólafía hóf leik á 10. braut og fékk skolla á þremur fyrstu holunum. Hún fékk síðan fugl á fjórðu holu dagsins, en eftir það komu engir fuglar. Hún fékk fjóra skolla til viðbótar og endaði því á 78 höggum, eða sex höggum yfir pari.

Hún er samtals á átta höggum yfir pari eftir tvo hringi og er í 77. sæti eins og áður sagði, en enn eiga nokkir kylfingar eftir að ljúka leik.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.