Erfiður dagur hjá Ólafíu á ASGI Ladies Open

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur lokið við þriðja hringinn á ASGI Ladies Open mótinu sem fram fer í Sviss á LET Access mótaröðinni. Hringinn lék hún á 75 höggum eða á þremur höggum yfir pari.

Ekki hafa allir kylfingar klárað þriðja hringinn þegar þetta er skrifað en Ólafía er sem stendur jöfn í 26. sæti.

Ólafía byrjaði hringinn í dag frábærlega og var komin tvö högg undir par strax eftir 5 holur. Ólafía átti slæman kafla á síðustu 7 holunum í dag en hún lék þær holur á 5 höggum yfir pari. Ljóst er að Ólafía er ekki sátt með daginn en hún var komin í toppbaráttuna í gær eftir frábæran hring upp á 69 högg.

Hér má sjá stöðuna.