Erfiðar lokaholur hjá Birgi Leifi | 76 högg staðreynd

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék á 76 höggum á þriðja hring ástralska PGA meistaramótsins. Hann er eftir daginn jafn í 67. sæti og féll því niður um 10 sæti milli hringja.

Birgir hóf leik á fyrstu holu í dag og var að leika fínt golf framan af. Eftir átta holur var hann á parinu eftir að hafa fengið skolla á annari og fugl á sjöundu. Skolli á níundu gerði það að verkum að hann lék á einu höggi yfir pari á fyrri níu holunum.

Síðari níu holurnar byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl og var hann á parinu allt þar til á 14. holu. Þá komu tveir skollar í röð og síðan kom tvöfaldur skolli á 17. holunni og þar við sat. Hann lék því síðustu fimm holurnar á fjórum höggum yfir pari og lék hringinn á fjórum höggum yfir pari.

Eins og áður sagði er Birgir Leifur jafn í 67. sæti, en lokahringurinn hefst aðfaranótt sunnudags.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.