Erfið byrjun hjá Birgi í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 höggum á fyrsta degi Hauts de France Golf Open mótinu. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu.

Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur til að mynda engan fugl. Hann fékk hins vegar fjóra skolla, tvo á fyrri níu holunum og tvo á síðari. Á móti fékk hann 14 pör og kom því í hús á fjórum höggum yfir pari.

Birgir Leifur er eftir daginn jafn í 94. sæti. Axel Bóasson er einnig á meðal keppenda og lauk hann leik fyrr í dag.

Skor var almennt ekki gott í dag. Efsti maður er á sex höggum undir pari en hann er þremur höggum á undan næstu mönnum og léku aðeins 24 kylfingar á undir pari.

Stöðuna í mótinu má sjá hérna.