Er Justin Rose að hætta hjá TaylorMade?

Talið er að efsti kylfingur heimslistans og nýkrýndur stigameistari PGA mótaraðarinnar, Justin Rose, muni ekki endurnýja samning sinn við TaylorMade kylfuframleiðandann eftir 20 ára samstarf.

Þetta kemur að minnsta kosti fram í greinum frá MorningRead.com, The Sun og the Irish Times. Samkvæmt heimildum þeirra á Rose að hafa svarað: „Þar sem er reykur, þar er eldur“ þegar hann var spurður út í umrætt mál.

Talið er að Rose muni færa sig yfir til japanska fyrirtækisins Honma frá og með næsta ári. Fyrrum framkvæmdastjóri TaylorMade, Mark King, var á dögunum ráðinn til félagsins og er talið að Rose vilji fylgja honum.

Starfsmenn Honma og TaylorMade voru ekki til í að svara blaðamönnum GolfWeek þegar þeir spurðust fyrir um málið.


Justin Rose hefur verið hjá TaylorMade í tæp 20 ár eða frá árinu 1999.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is