Enn mætir Youtube stjarna til landsins

Umfjöllun um íslenskt golf erlendis hefur aukist mikið síðustu ár. Síðasta sumar mætti ein stærsta Youtube stjarna golfheimsins, Mark Crossfield, til Íslands og fjallað um golfvelli landsins.

Fyrr á þessu ári mætti annar Youtube-ari til landsins og spilaði hann meðal annars í Arctic Open mótinu á Jaðarsvelli. Hann spilaði líka Brautarholtsvöll og sagði það besta völl sem hann hefði spilað. Að lokum fór hann á Leirdalsvöll og lék þar í frábæru veðri fram yfir miðnætti.

Myndbandið sem hann birti á rás sinni má sjá hér að neðan.