Empire State byggingin lýst upp fyrir Woods

Lítið hefur verið fjallað um annað en sigur Tiger Woods á Masters mótinu sem lauk á sunnudaginn og endaði hann þar með 11 ára bið frá síðasta risatitli.

Í gærkvöldi var svo Empire State byggingin í New York lýst upp, líkt og vanalega, með grænum litum til að heiðra Woods. Einnig var stór rauð fimma höfð í mastrinu á turninum sem vitnar þá í fimmta sigur Woods á mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is