Elsta mót PGA mótaraðarinnar fær nýjan styrktaraðila

Tilkynnt var í dag að elsta mót PGA mótaraðarinnar, sem hefur verið leikið á Colonial vellinum í Texas allt frá upphafi mótsins, eða allt frá árinu 1946, hafi fengið nýjan styrktaraðila. Mótið er Fort Worth Invitational og hafa kylfingar á borð við Ben Hogan, Phil Mickelson og Jordan Spieth sigrað á mótinu.

Nýji styrktaraðili mótsins er Charles Schwab & Co. Fyrirtækið er nú þegar einn af stærstu styrktaraðilum PGA, en efsti maður stigalista Champions mótaraðarinnar (öldungamótaröð PGA mótaraðarinnar) hlýtur bikar nefndan eftir þessu fyrirætki. 

Samningurinn tekur í gildi á næsta ári og er hann til fjögurra ára, eða til ársins 2022. Önnur fyrirtæki sem munu koma að mótinu eru meðal annars American Airlines og AT&T. Því er ljóst að mótið mun í það minnsta vera á dagskrá á PGA mótaröðinni næstu fimm árin.