Els um Augusta: Ég mun ekki sakna staðarins

Ernie Els virðist ekki mikill aðdáandi Augusta National vallarins þar sem Masters mótið fer fram ef marka má ummæli hans á Arnold Palmer Invitational mótinu.

Els, sem hefur tvisvar endað í 2. sæti og sex sinnum endað í topp-8 í mótinu, hefur ekki spilað nógu vel undanfarin ár.

Augusta National völlurinn er í uppáhaldi hjá mörgum af bestu kylfingum heims en svo virðist sem að Els sé ekki einn þeirra.

„Ef ég á að vera hreinskilinn mun ég ekki sakna staðarins,“ sagði Els. „Ég er búinn að fá nóg af honum, sérstaklega síðustu fimm ár þar sem ég hef leikið skelfilega.

Þegar hlutur fer illa með þig heldur hann áfram að gera það. Þegar hann gefur þér heldur hann áfram að gefa. Ég hef séð það hjá Gary Player, ég hef séð það hjá Jack Nicklaus. Ég er í ástar-hatursambandi (e. love-hate relationship) við þennan stað. Hann er mér ekki rómantískur, í raun frekar eins og martröð.

Svo byrjar maður að kunna illa við staðinn þegar maður ætti ekki að gera það. Ég reyni að virða golfvöllinn og fólkið því meðlimirnir eru frábærir og völlurinn er raunverulega frábær. Hann gefur mér bara ekki neitt lengur og að lokum hugsaði ég: „Veistu hvað, það er í lagi. Áfram gakk.““

Tengdar fréttir:

Sjö pútt hjá Ernie Els á fyrstu á Masters

Ísak Jasonarson
isak@vf.is