Els í 25. sæti á eigin velli

Kurt Kitayama er með tveggja högga forystu eftir tvo hringi á AfrAsia Bank Mauritius Open sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Kitayama er á 14 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Indverjanum Chikkarangapappa.

Ernie Els, sem hannaði Four Seasons völlinn sem mótið fer fram á, er jafn í 25. sæti þegar mótið er hálfnað á 5 höggum undir pari. Els hló að því eftir fyrsta hringinn að það eru fjölmörg teighögg á vellinum sem henta honum ekki nógu vel þrátt fyrir að hann hafi hannað völlinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is