Einn efnilegasti kylfingur heims myrtur á golfvellinum
Hin spænska Celia Barquin Arozamena fannst látin á golfvelli í Iowa fylki Bandaríkjanna snemma á mánudaginn.
Arozamena, sem var einn efnilegasti kylfingur heims, hafði þá ætlað að spila golf á Coldwater Golf Links en kylfingar á vellinum tóku eftir því að golfpokinn hennar var á vellinum og ekkert hafði spurst til Arozamena. Seinna fannst hún svo látin, skammt frá pokanum.
Arozamena varð Evrópumeistari áhugamanna í júlí síðastliðnum og var talin mikið efni en hún var einungis 22 ára. Þá lék hún fyrir Iowa State háskólann og hafði gert góða hluti með skólanum. Hún var búin að tryggja sér þátttökurétt á Opna breska mótinu á næsta ári og fékk sömuleiðis að spila á Opna bandaríska mótinu í sumar.
Búið er að ákæra hinn 22 ára gamla Collin Daniel Richards fyrir morðið. Lögreglan segir ljóst að um morð hafi verið að ræða.
Ísak Jasonarson
isak@vf.is
-
-
Mickelson er með umtöluðustu kálfa PGA mótaraðarinnar
Fréttir 19.02.2019 -
Nordic Golf: Guðmundur lék lokahringinn á 2 höggum undir pari
Fréttir 19.02.2019 -
Guðmundur fór upp um 714 sæti á heimslistanum
Fréttir 18.02.2019 -
Magnús og Ellert vallarstjórar ársins 2018
Fréttir 19.02.2019 -
Nordic Golf: Guðmundur Ágúst einn áfram af Íslendingunum
Fréttir 18.02.2019 -
Þórir ofarlega á Gecko mótaröðinni
Fréttir 19.02.2019 -
Háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur hafa lokið leik | Lokahringnum aflýst
Fréttir 19.02.2019
-
-
-
Rúnar lenti í hremmingum á 18. flötinni
GolfTV 27.07.2018 -
Haraldur Franklín gerir upp Opna mótið: Hefði viljað nýta tækifærið betur
GolfTV 25.07.2018 -
LPGA kylfingur sló vindhögg í móti
GolfTV 11.07.2018 -
GolfTV 20.04.2018
-
GolfTV 05.04.2018
-
Afastrákur Nicklaus fór holu í höggi á Masters
GolfTV 05.04.2018 -
World Golf Awards - VITAgolf besta íslenska golfferðaskrifstofan þrjú ár í röð
GolfTV 28.11.2017 -
Hér um bil öðruvísi „fugl“ á fimmtu í Leirunni - video
GolfTV 27.10.2017 -
Myndbönd: Tveir íslenskir golfvellir frá nýju sjónarhorni
GolfTV 17.09.2017 -
GolfTV 07.09.2017
-
Ragnhildur: „Erfitt að halda boltanum í leik í hrauninu“
GolfTV 22.07.2017 -
Fannar Ingi enn og aftur í vandræðum á 18. holu - viðtal
GolfTV 22.07.2017
-