Eimskipsmótaröðin: Helga Kristín með tveggja högga forystu í Mosfellsbæ

Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni hófst í dag þegar að Símamótið fór af stað. Kvennmennirnir hafa lokið leik í dag og er það Keiliskonan Helga Kristín Einarsdóttir sem er með tveggja högga forystu eftir daginn.

Helga lék hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari, eða 74 höggum. Eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á þriðju holu dagsins lék Helga ótrúlega stöðugt golf þar sem að hún fékk tvo fugla, tvo skolla og restina pör.


Skorkort Helgu.

Það eru þær Saga Traustadóttir, GR, og Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, sem eru jafnar í öðru sæti á fjórum höggum yfir pari. 

Arna Rún Kristjánsdóttir, sem sigraði á fyrsta móti sumarsins, náði sér ekki alveg á strik í dag og kom hún í hús á 81 höggi. Hún er eftir daginn jöfn í áttunda sæta.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 74 högg (+2)
2.-3. Saga Traustadóttir, GR 76 högg (+4)
2.-3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 76 högg (+4)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 77 högg (+5)
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 78 högg (+6)