Eimskipsmótaröðin: Birgir Björn kominn upp í 6. sæti stigalistans

Keilismaðurinn Birgir Björn Magnússson færist upp í 6. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir sigurinn á Símamótinu sem fór fram um helgina á Hlíðavelli.

Birgir Björn lék samtals á 13 höggum undir pari og fór á kostum á síðustu 9 holum mótsins sem hann lék á 7 höggum undir pari.

Mótið um helgina var fyrsta mót Birgis á tímabilinu en hann missti af fyrstu þremur mótunum vegna þátttöku í háskólagolfinu í Bandaríkjunum.

Axel Bóasson, GK, er sem fyrr í efsta sæti stigalistans en Andri Már Óskarsson, GHR, og Kristján Þór Einarsson, GM, færast báðir upp eftir góðan árangur um helgina.

Staða efstu manna á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar:

1. Axel Bóasson, GK, 2000 stig
2. Aron Snær Júlíusson, GKG, 1700 stig
3. Andri Már Óskarsson, GHR, 1622 stig
4. Kristján Þór Einarsson, GM, 1492 stig
5. Tumi Hrafn Kúld, GA, 1428,67 stig
6. Birgir Björn Magnússon, GK, 1000 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á listanum í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is