Egill Ragnar bestur á fyrsta degi KPMG-Hvaleyrarbikarsins

Það er Egill Ragnar Gunnarsson sem er í forystu eftir fyrsta hring KPMG-Hvaleyrarbikarsins en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Egill var einn af þremur kylfingum til að leika undir pari í dag en hann kom í hús á 68 höggum. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en töluverður vindur var og rigning með köflum.

Á hringnum í dag fékk Egill Ragnar fimm fugla, þar af þrjá í röð á holum 7, 8 og 9, tvo skolla og restina pör og er hann því samtals á þremur höggum undir pari.

Einu höggi á eftir Agli Ragnari, á tveimur höggum undir pari, eru heimamennirnir Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson. 

Karlaflokkur, KPMG-Hvaleyrarbikarinn:

1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 68 högg (-3)
2.-3. Henning Darri Þórðarson, GK 69 högg (-2)
2.-3. Rúnar Arnórsson, GK 69 högg (-2)
4.-7. Birgir Björn Magnússon, GK 72 högg (+1)
4.-7. Helgi Snær Björgvinsson, GK 72 högg (+1)
4.-7. Andri Már Óskarsson GHR 72 högg (+1)
4.-7 Kristján Þór Einarsson GM 72 högg (+1)

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.