Dustin Johnson þykir líklegastur til sigurs á Opna mótinu

Brooks Koepka sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem lauk í gær en mótið var annað risamót ársins. 

Þrátt fyrir að mótinu sé varla lokið þá eru veðbankar þegar farnir að spá í spilin fyrir þriðja risamót ársins sem er Opna mótið. Mótið fer fram dagana 19.-22. júlí og verður leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi að þessu sinni.

Þegar rétt um mánuður er í að mótið hefjist er það efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, sem þykir hvað líklegastur til sigurs og er stuðullinn hans 12/1.

Koepka hefur stuðulinn 20/1 og er nokkuð margir kylfingar fyrir ofan hann miðað við það að hafa unnið risamót í gær.

Kylfingarnir sem þykja hvað líklegastir til sigurs eru eftirfarandi:

Dustin Johnson - 12/1
Rory McIlroy - 14/1
Jordan Spieth - 14/1
Rickie Fowler - 16/1
Justin Thomas - 16/1
Justin Rose - 16/1
Tommy Fleetwood - 20/1
Brooks Koepka - 20/1
Jon Rahm - 20/1
Jason Day - 25/1
Henrik Stenson - 25/1
Tiger Woods - 25/1