Dustin Johnson orðinn efstur á FedEx listanum

Dustin Johnson tókst ekki að sigra á Opna bandaríska meistaramótinu í annað skipti á ferlinum um helgina en hann var í forystu fyrstu þrjá dagana. Hann endaði mótið einn í þriðja sæti, tveimur höggum á eftir Brooks Koepka.

Þrátt fyrir að sigra mótið ekki fór Johnson upp um eitt sæti á FedEx listanum, stigalista PGA mótaraðarinnar og er hann nú í efsta sætinu með samtals 2013 stig.

Justin Thomas er í öðru sæti en hann hefur verið í efsta sætinu stærstan hluta af tímabilinu. Munurinn er ekki mikill en Thomas er aðeins 32 stigum á eftir Johnson.

Í næstu þremur sætum eru þeir Justin Rose, Jason Day og Bryson DeChambeau.

Sigurvegari helgarinnar, Brooks Koepka, verður að teljast hástökkvari vikunnar. Fyrir helgina var hann í 46. sæti listans en er nú efstir sigurinn kominn í 13. sætið. Hann er með 1241 stig, 772 stigum á eftir Johnson.