Dustin Johnson: Ég slæ lengra en Tiger

Dustin Johnson er einn þeirra sem hefur tjáð sig um endurkomu eins besta kylfings allra tíma, Tiger Woods, en þeir spiluðu á dögunum golf með Donald Trump og eru fínir félagar.

Í aðdraganda Hero World Challenge ákvað Johnson að tísta eftirfarandi:

„Gott að sjá Tiger heilbrigðan og farinn að keppa aftur. Þetta ætti að verða góð vika.... en ég sló samt lengra en hann.“

Alls eru 18 kylfingar skráðir til leiks á Hero World Challenge mótið sem hefst á morgun á Bahamaeyjum. Johnson verður með Brooks Koepka í holli á fyrsta hring en Woods verður með Justin Thomas og verður fróðlegt að sjá þá saman.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is