DeChambeau vann drævkeppnina á PGA meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau sló lengst þegar hin árlega drævkeppni fyrir PGA meistaramótið fór fram á Bellerive golfvellinum.

DeChambeau sló 331 yarda dræv sem er um 300 metra langt högg og hafði betur gegn fjölmörgum sleggjum. Keppnin fór fram á 10. holu Bellerive vallarins sem er 450 metra löng par 4 hola.

Peter Uihlein endaði annar með 328 yarda dræv og Tony Finau þriðji (324).

DeChambeau er í leit að sínum þriðja sigri á PGA mótaröðinni um helgina og hans fyrsta risatitli. Hann er þar að auki í harðri baráttu um sæti í liði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum í haust þar sem hann er í 9. sæti stigalistans. 8 efstu kylfingarnir tryggja sér sæti í liðinu og þurfa ekki að treysta á val liðsstjórans Love III.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is