DeChambeau með ansi sérstakt fleygjárn í pokanum

Bryson DeChambeau hefur staðið sig frábærlega síðan að hann hóf að leika á PGA mótaröðinni. Á þremur árum hefur hann unnið fimm mót. En það eru eflaust margir sem þekkja orðið Bryson DeChambeau meira fyrir pælingar varðandi golf heldur en golfleikinn sinn. 

Nú um helgina á Sony Open mótinu endaði hann jafn í 10. sæti. Það var samt eitt af fleygjárnunum sem hann var með í pokanum sem fékk töluverða athygli líka.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Closer look at @brysondechambeau Lob Wedge. 🧐

A post shared by GolfWRX (@golfwrx) on

Eins og sést á myndinni vantar hluta úr tánni á kylfunni en hann lét taka nákvæmlega 25 grömm af hausnum. Nákvæm ástæða þess að hann vildi taka þessi 25 grömm af kylfunni var ekki gefin upp.