Day með nýjan kylfusvein á BMW Championship

Jason Day mun að öllum líkindum mæta með nýjan kylfusvein á pokanum þegar hann hefur leik á BMW Championship mótinu sem er mót helgarinnar á PGA mótaröðinni. 

George Savaricas, sem starfar hjá Golf Channel, staðfesti þessar sögusagnir í dag og segir Day ætla að fá vin sinn á pokann sem heitir Luke Reardon. Day hafði verið með sama kylfusvein frá því að hann gerðist atvinnumaður árið 2006 og því koma fréttirnar nokkuð á óvart.

Ekki er vitað hvort nýi kylfusveinninn sé kominn til að vera eða hvort hann verði bara tímabundið á pokanum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is