Daníel Ísak vann á frábæru skori í Þýskalandi

Daníel Ísak Steinarsson lauk í gær leik á German Junior GolfTour Lübeck Open mótinu en mótið er haldið fyrir stráka 18 ára og yngri. Hann gerði sér lítið fyrir og vann mótið með sex höggum.

Daníel lék ótrúlega vel í öllu mótinu og endaði á samtals 19 höggum undir pari. Fyrstu þrjá hringina lék hann á 67-70-67 höggum og að lokum lék hann á 69 höggum í gær eða fjórum höggum undir pari.

Næsti maður endaði á 13 höggum undir pari og má því segja að sigur Daníels hafi aldrei verið í neinni hættu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.