Daníel Ísak í toppbaráttunni í þýsku unglingamóti

Þrír ungir íslenskir kylfingar hófu leik á German Junior Golf móti sem fer fram í Berlín dagana 11.-14. október. Það eru þeir Daníel Ísak Steinarsson, Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Arnar Garðarsson sem allir leika í flokki 18 ára og yngri.

Daníel Ísak fór best af stað af íslensku strákunum. Hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari og er jafn í 5. sæti í mótinu.

Sigurður Arnar lék á 8 höggum yfir pari og er jafn í 18. sæti. Kristófer Karl lék á 10 höggum yfir pari og er í 26. sæti en alls taka um 80 kylfingar þátt í flokki 18 ára og yngri.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Sigurður Arnar.


Krstófer Karl Karlsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is