Daníel Ísak endaði jafn í 8. sæti

Daníel Ísak Steinarsson, afrekskylfingur úr GK, lék í dag þriðja og síðasta hringinn á European Junior mótinu, sem er hluti af World Junior Golf mótaröðinni. Daníel átti góðan lokahring, en hann kom í hús á 73 höggum, eða á parinu. Hann lauk því leik jafn í 8. sæti á samtals 9 höggum yfir pari.

Daníel Ísak fékk tvo fugla á fyrstu 9 holunum en engan skolla og lék þær því á tveimur höggum undir pari. Á seinni 9 holunum fékk Daníel þrjá skolla og einn fugl og lék hann þær því á tveimur höggum yfir pari. Hann endaði því hringinn á parinu, sem skilaði honum í 8. sæti og er það frábær árangur.

Það var Þjóðverjinn Paul Julian Holler sem sigraði nokkuð örugglega, en hann lauk leik á samtals 6 höggum undir pari. Næsti maður, Sascha Derp, var fjórum höggum á eftir, á samtals tveimur höggum undir pari. 

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.