Curry lék á 71 höggi á Web.com mótaröðinni

Körfuboltamaðurinn Steph Curry lék fyrsta hringinn á Ellie Mae Classic mótinu á 71 höggi eða höggi yfir pari og er jafn í 106. sæti.

Curry, sem lék á þessu sama móti í fyrra, fór ekki alveg nógu vel af stað í gær en hann var kominn fjóra yfir eftir 11 holur og ekki enn búinn að fá fugl. Hann lék hins vegar síðustu sjö holur vallarins á 3 höggum undir pari og kom inn á höggi yfir pari.

Curry á enn raunhæfan möguleika á að komast áfram í mótinu en hann þarf líklega að leika á tveimur eða þremur höggum undir pari á öðrum hringnum til þess að ná því.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is