Eini nothæfi golfboltinn í íslenska sumarhitanum?

Meðalhitastigið yfir sumartímann á Íslandi er ekki hátt í samanburði við önnur lönd. Sumarhitinn á Íslandi gæti jafnvel verið skilgreindur sem vetrarkuldi í mörgum löndum. Ný tegund af golfbolta, sem ber nafnið ColdFusion, er sérstaklega ætlaður til notkunar í hita sem er undir 15 gráðum. Miðað við meðalhita í Reykjavík síðustu þrjátíu árin þá væri ColdFusion alltaf valkostur fyrir íslenska kylfinga.

ColdFusion er með þykku ysta lagi, og kjarninn er úr mjög mjúku efni. Með öðrum orðum boltinn er mjög mjúkur. Samkvæmt tölfræði frá framleiðanda boltans fljúga venjulegir golfboltar 2 metrum styttra fyrir hverjar 5 gráður sem hitastigið lækkar.

Meðahiti í Reykjavík síðustu 30 árin:

Apríl: 2,9 gráður.
Maí: 6,3 gráður.
Júní: 9,0 gráður.
Júlí: 10,6 gráður.
Ágúst: 10,3 gráður.
September: 7,4 gráður.
Október: 4,4 gráður.