Chris Kirk og Zach Johnson jafnir á toppnum

Sony Open mótið á PGA mótaröðinni hófst í gær og eru það þeir Chris Kirk og Zach Johnson sem er í forystu eftir fyrsta hringinn. Þeir léku flott golf og komu í hús á 63 höggum og eru með eins höggs forystu.

Báðir spiluðu þeir vandræðalaust golf á hringnum og fengu þeir hvorugur skolla á hringnum. Sjö fugla og restin pör, sjö högg undir par staðreynd.

Fjórir kylfingar eru jafnir í þriðja sætinu á sex höggum undir pari, en það eru þeir Vaughn Taylor, Kyle Stanley, Talor Gooch og Brian Harman. 

Justin Thomas, sem lék á 59 höggum í fyrra á þessu móti og vann mótið, lék á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er hann eftir daginn jafn í 20. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Chris Kirk er jafn í efsta sætinu á sjö höggum undir pari.