Cameron Smith sigraði í Ástralíu

Ástralinn Cameron Smith hafði betur gegn samlanda sínum, Jordan Zunic, í bráðabana um sigur á Ástralska PGA meistaramótinu sem lauk í nótt í Ástralíu. Sigurinn var sá fyrsti á stuttum ferli Smith á Evrópumótaröðinni.

Smith og Zunic léku báðir á 18 höggum undir pari á hringjunum fjórum og þurfti því að grípa til bráðabana. 18. holan var leikin aftur og fengu báðir kylfingar par í fyrstu tilraun.

Í annarri tilraun fékk Zunic skolla og dugði Smith því að fá par til að tryggja sér sigur í mótinu. 

Adam Bland endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari.

Sergio Garcia náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna á lokahringnum en hann endaði jafn í 24. sæti á 6 höggum undir pari í heildina.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sjá einnig: 

Í beinni: Birgir Leifur á lokahringnum í Ástralíu
Birgir Leifur lauk leik jafn í 62. sæti
 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is