Cameron Smith á 7 höggum undir pari og leiðir

Ástralinn ungi, Cameron Smith, er með eins höggs forystu á næstu kylfinga þegar Australian PGA Championship mótið er hálfnað. Mótið er hluti af Evrópumótaröð karla og PGA mótaröðinni í Ástralíu.

Smith hefur titil að verja eftir glæsilega spilamennsku í fyrra þar sem hann lék á 18 höggum undir pari. Eftir tvo hringi á mótinu er Smith á góðri leið með að enda á sama skori því hann er á 9 höggum undir pari.

Smith lék annan hringinn á 7 höggum undir pari og fór upp um 22 sæti fyrir vikið.

Marc Leishman og Jake McLeod eru jafnir í öðru sæti á 8 höggum undir pari. Leishman er stærsta stjarna mótsins en hann er í 21. sæti á heimslista karla.

Leiknir eru fjórir hringir í mótinu sem lýkur á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Marc Leishman er jafn í öðru sæti.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is