Butch Harmon hrifinn af sveiflunni hans Tiger

Einn þeirra sem fylgdist vel með Tiger Woods um síðustu helgi var fyrrum golfkennari kappans, Butch Harmon. Harmon var hrifinn af því sem hann sá en þetta var fyrsta mót Woods frá því í febrúar.

„Ég verð að vera hreinskilinn,“ sagði Harmon. „Ég er mjög hrifinn af sveiflunni hans. Hann lék frábært golf fyrstu tvo dagana og þrátt fyrir að hafa ekki spilað svo vel þriðja daginn þá voru aðstæður vissulega mjög erfiðar.

Akkúrat núna er auðvelt að halda að hann verði sami Tiger Woods og við þekktum hér áður en við skulum bíða og sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast.

Eitt af því sem ég lærði af mínum 10 árum sem þjálfarinn hans er að það er aldrei hægt að segja aldrei þegar kemur að Tiger Woods.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is