Búið að tilkynna liðin fyrir Forsetabikarinn

Búið er að staðfesta lið Bandaríkjanna og Alþjóðaliðið fyrir President bikarinn sem fer fram dagana 28. september til 1. október og verður leikið á Liberty National golfvellinum í New Jersey.

Steve Stricker, fyrirliði Bandaríkjanna, valdi Phil Mickelson og Charley Hoffman í liðið auk þeirra 10 sem spiluðu sig inn.

Lið Bandaríkjanna:

Phil Mickelson (val fyrirliða)
Charley Hoffman (val fyrirliða)
Dustin Johnson
Jordan Spieth
Justin Thomas
Rickie Fowler
Brooks Koepka
Matt Kuchar
Daniel Berger
Kevin Kisner
Patrick Reed
Kevin Chappell

Með Stricker verða Tiger Woods, Davis Love III og Fred Couples varafyrirliðar.

Fyrirliði Alþjóðaliðsins verður Nick Price og með honum sem varafyrirliðar Ernie Els, Tony Johnstone og Geoff Ogilvy.

Alþjóðaliðið er þannig skipað:

Hideki Matsuyama
Jason Day
Adam Scott
Louis Oosthuizen
Marc Leishman
Charl Schwartzel
Branden Grace
Si Woo Kim
Jhonnatan Vegas
Adam Hadwin
Anirban Lahiri (val fyrirliða)
Emiliano Grillo (val fyrirliða)

Ísak Jasonarson
isak@vf.is