Búið að endurorða umtöluðustu reglu síðustu vikna

Undanfarna vikur hafa nokkrir kylfingar lent í vesen vegna nýrra reglna sem tóku í gildi í byrjun árs 2019. Aðallega þá hafa kylfingar lent í vesen út af reglu 10.2 sem bannar nú kylfuberum að hjálpa kylfingum sínum að stilla sér upp.

Haotong Li og Denny McCarthy lentu báðir í að fá dæmt tvö högg í víti á sig og voru margir kylfingar mjög ósáttir með þá ákvörðun en samkvæmt reglunni var rétt að víta þá báða. Dómur McCarthy var þó afturkallaður.

Nú hefur R&A og USGA breytt reglunni, eða réttara sagt umorðað hana, þannig að kylfingar ættu nú að geta komið í veg fyrir að fá dæmt á sig ódýrt víti.

Reglan segir núna að þegar kylfingur byrjar að taka sér stöðu fyrir höggið og þar til að höggið hefur verið slegið má kylfuberi ekki vísvitandi undir neinum kringumstæðum standa í beinni línu fyrir aftan höggstefnu kylfingsins.

David Rickman, einn af æðstu mönnum R&A, sagði að þessi breyting væri gerð til að hjálpa kylfingum.

„Þessi breyting er gerð til að bæta regluna og í leiðinni hjálpa leikmönnum að komast hjá því að fá dæmt á sig ódýrt víti án þess að komast hjá því að fylgja reglunni.“