Brooks Koepka frá vegna meiðsla næstu mánuði

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka verður frá keppni þar til í apríl vegna úlnliðsmeiðsla sem hafa verið að plaga hann undanfarnar vikur.

Koepka, sem sigraði á Opna bandaríska mótinu í fyrra, fann fyrst fyrir meiðslunum á Bahama eyjum þegar Hero World Challenge mótið fór fram í desember.

Hann snéri svo til baka á Sentry Tournament of Champions sem fór fram snemma í janúar en viðurkenndi að hann hefði ekki átt að fara svo fljótt af stað þar sem hann fann enn fyrir meiðslunum.

Reiknað er með því að Koepka snúi aftur til leiks í tæka tíð fyrir Masters mótið sem fer fram í byrjun apríl.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is